17.10.2008 | 18:45
Örn Nasri að komast í sitt gamla form !
Allt komið á fullt hjá snillingunum í Lunch United. Þó eru veikburða ræflar enn á meiðslalistanum en líklega dugir ein magnil á þá flesta ef þeir hafa einhverja trú á sjálfum sér. Sæþór Vídó orðinn stórhættulegur og sömu sögu að segja af Jarlinum af Gvendarhúsi sem vex með hverjum leik. Dabbi Kóngur fer enn í loftköstum um völlinn og dálítið sérstakt að varnarmenn þurfi að horfa uppí loftið til að vita hvar þeir hafa Davíð. Ingimarsson 5 duglegir að mæta með sitt lið að venju og eru þá reglurnar allverulega á reiki og er það eitthvað sem þarf að ræða á næsta þingi Lunch United. Guðni grófi stendur alltaf fyrir sínu og Hallgrímur og Jón Atli eru á hraðri uppleið, en þó er einn maður sem af öllum öðrum ber og hrein unun að fylgjast með, en það er enginn annar en Örn Nasri sem fer algjörum hamförum um völlinn svo andstæðingarnir eiga sér ekki viðreisnarvon ! Spurning hvort þetta sé ekki verðugt verkefni fyrir þá Pál og Ingvar að leggja fyrir Þekkingarsetrið á meðan þeir eru enn heilir.
Bloggar | Breytt 19.10.2008 kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2008 | 15:59
Svennderos til AC Milan
Sigursveinn Þórðarson eða Svennderos varnarmaður Lunch Utd hefur gengið til liðs við AC Milan á lánssamningi út tímabilið.
Þessi draumóra-landsliðsmaður mun koma til Milanóborgar á næstu dögum og hefja æfingar með AC.
Svennderos fékk að fara á láni eftir að Lunch Utd krækti í Jarl Sigurgeirsson frá Manchester United.
Klásúla er í lánssamningnum þess efnis að AC Milan getur keypt Svennderos á ákveðna upphæð næsta sumar.
Tekið nánast óbreytt af www.fotbolti.net
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2008 | 16:49
Davíð Hilmis....nei ég meina Örn í Tölvun....eða....hvað....djö....
Já eins og alltaf var toppmætin í dag hjá Lunch Utd.
Hvíta liðið: Ingimar, Örn, Páll Marvin, Júlíus.
Litaðir: Davíð, Sæþór, Ingvar, Guðni.
Davíð í Tölvun tók upp hætti ónefnds Arnar Hilmis (æi ætlaði ekki að segja nafnið). Tveir lágu í valnum eftir Tóta tölvukall eftir fólskulegar árásir. Þetta var hins vegar þaulskiplagt hjá lituðum, negla niður tvo af fjórum bestu leikmönnum Hvíta liðsins og gera liðið þannig lamað. Á meðan verið var að huga að meiðslum tryggðu litaðir sér sigurinn.
Síðari leikurinn var svo algjör einstefna, Hvíta liðið sótti án afláts og komst fjórum mörkum yfir. En þá var komið að seinni líkamsárás Davíðs þegar hann tók Pál Marvin niður við miðlínu og ekkert að gerast. Fólskuleg og glórulaus árás en á meðan Páll jafnaði sig komst litaða liðið yfir og þannig lauk leiknum.
Örn var hins vegar rólegur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2008 | 15:34
Glæsimörk, tilþrif og meiðsli - hvað næst?
Þeir voru ekki sviknir af því að mæta í fótbolta þeir átta sem létu sjá sig. Mætingin var eftirfarandi.
A-lið: Ingimar, Davíð, Júlíus, Örn.
B-lið: Guðni, Valur, Jón Atli og Ingvar
Af gefnu tilefni skal það tekið fram að nöfn liðanna hefur ekkert með getu liðsmanna að gera....eða við leyfum B-liðinu allavega halda það.
Æfingin gekk vonum framar, byrjuðum fimm en eins og alltaf mættu Seinn og Seinni of seint og fengu til liðs við sig Val, sem mætti of seint og fór of snemma. Þótt ótrúlegt megi virðast þá var Örn Hilmis nálægt þegar Valur hrasaði og þurfti að yfirgefa leikvanginn með aðstoð tveggja fílhraustra leikmanna. Valur var hvort eð er á leið í frí þannig að það var allt í lagi að þruma hann niður.
En það var mál manna að sjaldan eða aldrei hafa sést önnur eins tilþrif og nú. Hreyfingar sem hafa ekki sjást öllu jafna á knattspyrnuvellinum sáust í hádeginu og ég skoraði flottustu mörk sem skoruð hafa verið í hádegisboltanum og þótt víðar væri leitað. Þetta var reyndar svo flott að Guðni líkti mér við Marco Van Basten...eða líkti hann markinu við mark sem hann skoraði? Allavega eigum við sitthvað sameiginlegt, ég og landsliðsþjálfari Hollands. Læt hér fylgja með annars vegar mark eins og við Van Basten skorum og svo mark eins og ég ætla að skora á næstu æfingu ef ég fæ nógu góða sendingu.
En nóg af mér og Van Basten, hinir stóðu sig líka ágætlega...
Meira seinna
Júlli
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2008 | 08:48
Örn segir slæmar vallaraðstæður ekki ástæða fyrir slæmu gengi
Örn Hilmisson, miðjumaður Lunch Utd, segir að liðsmenn hans verði að vera klárir í lokaslaginn í vetur uppá hvort Lunch takist að komast í form.
Hilmisson var heldur svekktur eftir jafnteflið á síðustu æfingu en vill þó ekki kenna slæmu vallarástandi um jafnteflið eins og svo margir aðrir hafa gert.
,,Ef þú vilt vinna verður þú að vera tilbúinn til að berjast. Auðvitað er þetta mjög svekkjandi (Jafnteflið á á síðustu æfingu), við gáfum fullt á þriðjudag og þurftum að gefa mikið aftur á fimmtudag," sagði Hilmisson.
Hilmisson er sammála því að vallaraðstöður á leikvanginum í gamla salnum hafi verið skelfilegar en kennir því þó ekki um tapið, þar sem bæði lið spiluðu á sama velli.
,,Þetta var ekki auðvelt því þetta voru erfiðar aðstæður. En það var mikilvægt að vera einbeittir varnarlega og sóknarlega. Völlurinn var hræðilegur en hvað getur maður sagt? Hann var sá sami fyrir bæði lið."
,,Auðvitað viljum við spila og við urðum að spila fleiri langa bolta svo þetta var erfiðara fyrir okkur. En það er ekki hægt að væla. Þú verður bara að skora mörk og við gerðum það ekki núna svo að við þurfum að herða okkur á og vera tilbúnir fyrir þriðjudagsæfinguna."
,,Þetta er alltaf erfitt, sérstaklega eftir stórleik eins og ég sýndi á æfingunni á fimmtudag, þú verður að vera 200% einbeittur. En við höfðum fimm daga til að jafna okkur," bætti Hilmisson við.
Fréttin er að mestu tekin af vefnum www.fotbolti.net
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2008 | 17:34
Arfaslök mæting en toppæfing
Það voru aðeins þeir allra hörðustu sem sáu sér fært að mæta á þriðjudagsæfingu Lunch United. Eftirfarandi kappar mættu: Ingimar, Davíð, Sæþór, Ingvar og Júlli. Þessir menn halda uppi heiðrinum.
Ekki hægt að halda úti æfingum með fimm?
Bull og vitleysa. Snillingarnir, eða hinir fimm fræknu eins og starfsfólk íþróttamiðstöðvarinnar kölluðu fimmmenningana, bera ráð undir rifi hverju og þar sem Davíð þykist vera rifbeinsbrotinn var auðvelt að ná í ráð undir hans rifi. Spilað var 2 á 3, mörkin færð að punktalínu. Þeir sem voru tveir máttu skora allsstaðar en hinir aðeins af þröngu svæði, c.a. tveggja meters teigur frá markinu. Úr varð hin besta skemmtun, ótrúlegt en satt.
Aukaæfing fyrir lúsera
Eftir þessa þrekraun voru sumir þreyttari en aðrir enda þrír af fimm sem nenna ekkert að hlaupa. Það varð því úr að þremenningarnir tóku aukaæfingu í að losa "jeppa" úr torfæru. Ekki verður greint frá nafni eiganda "jeppans" sem festist en Sæþór er rosalega ánægður með nýja "jeppann" sinn.
Skammarkrókurinn
Þeir sem ekki sáu sér fært að mæta eru komnir í skammarkrókinn. Örn hafði reyndar löglega afsökun en Arsenal undirbýr sig nú stíft fyrir leik í kvöld gegn AC Milan. Aðrir eru í vondum málum.
Og eins og maðurinn sagði Meira seinna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2008 | 11:55
Kennslumyndband fyrir næstu æfingu...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jón Atli Gunnarsson leikmaður Lunch Utd. segir að ef Sir Alex Ferguson stjóri Manchester United myndi koma og horfa á sig spila þá myndi hann eflaust vilja fá hann til liðsins.
Real Madrid, Milan, Chelsea og Juventus eru öll talin vilja fá "Nonnann" í sínar raðir.
,,Milan, Bacelona, Juventus og Chelsea, meira að segja Real Madrid líka," sagði Jón Atli.
,,Manchester United? Spyrjið Ferguson, af hverju kemur hann ekki að horfa á Lunch United og þá vill hann kannski fá mig."
Talið er að Avram Grant vilji fá Jón Atla til að leysa Didier Drogba af hólmi en hann vill fara frá félaginu. ,,Hann hlýtur að vilja mig útaf hárinu."
,,Þegar ég var hjá ÍBV voru allir að segja mér að við værum líkir á vellinum," sagði Jón Atli.
Notast er við grein sem birtist á www.fotbolti.net
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2008 | 18:10
Slúðurpakki dagsins. - Eiður í Lunch?
Eiður Smári Guðjohnsen er í dag orðaður við íslenska knattspyrnuliðið Lunch United í íslenskum netmiðlum. Guðni Sigurðsson, knattspyrnustjóri Lunch United, staðfesti að hann hefði hug á að reyna að fá Eið lánaðan frá Barcelona út þetta tímabil.
Guðni sagði við netmiðilinn Sentana Sports að Eiður væri vinsæll hjá stuðningsmönnum Lunch United og hann væri sú tegund af leikmanni sem myndi henta liðinu vel í baráttunni í vetur.
Eiður Smári lék alls ekki með Lunch United frá 1998 til 2000 og náði sér vel á strik annarsstaðar eftir að hafa verið frá keppni í tvö ár þar á undan vegna alvarlegra meiðsla. Hann var seldur til Chelsea sumarið 2000 ekki að það komi málinu nokkuð við.
Blaðamönnum mbl.is er þakkað fyrir veitta aðstoð við skrif pistilsins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2008 | 18:06
Útihlaup og grill í dag?
Áætlað var að hafa útihlaup og grill eftir æfingu á morgun, þriðjudag en eins og staðan er núna bendir ekkert til þess að hægt verði að grilla enda átti Páll Marvin að sjá um kolin. Leikmenn eru hins vegar beðnir um að koma með snjóþrúgur og GPS staðsetningartæki til að auðvelda leit síðar í dag eftir útihlaupið.
En þrátt fyrir snjóþunga og erfiðar samgöngur er ekkert sem fær stöðvað Lunch Utd. en ljósmyndari síðunnar náði þessari einstöku mynd af Davíð (aka hlébarðinn) þar sem hann hljóp um í snjónum. Fyrst Davíð getur það, þá getum við hinir það líka!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)