Færsluflokkur: Bloggar
17.1.2008 | 18:23
Hvar var Gasellan?
Menn tóku hraustlega á því á fimmtudagsæfingunni sem einmitt var í dag, fimmtudag. Ágætis mæting var á æfinguna, níu skepnur sprikluðu um íþróttasalinn í leit að fullkomnun en fæstir höfðu erindi sem erfiði. Var mál manna að boltinn hafi gengið heldur hægt fyrir sig í dag. Ástæðan er einföld, Gasellan var hvergi sjáanleg en þetta mun vera í fyrsta skipti sem Gasellan (aka Davíð í Tölvun) mætir ekki.
Örn hafði af þessu miklar áhyggjur enda engin samkeppni í sprettunum þegar Davíð mætir ekki. Kannski var Davíð bara að kaupa ölið? Lögregla hefur óskað eftir upplýsingum um málið og verður auglýst eftir Davíð í öllum fréttatímum landsins nú í kvöld.
Þá gerðust þau válegu tíðindi að Georg Eiður "Guðjohnsen" meiddist á æfingunni, haltraði út strax á 34 mínútu. Við það versnaði leikur A-liðsins en batnaði aftur áður en hann hrundi algjörlega undir lokin.
Að lokinni erfiðri æfingu var teygt á...raddböndunum og auðvitað bar Bakkafjöruferja á góma, þrátt fyrir að Goggi hafi þurft frá að hverfa.
En hetjur dagsins eru eftirfarandi:
A-liðið: Jón Atli, Sæþór, Páll Marvin og Guðni.
B-liðið: Júlíus, Ingimar, Örn, Valur, Goggi.
Næsta æfing er á þriðjudag og verður fróðlegt að sjá hvort menn mæti ekki sem nýir eftir að hafa tekið á því með íslenska landsliðinu í handbolta. Áfram Ísland!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2008 | 14:56
Lunch fær fjóra Argentínumenn til reynslu!
Lunch Utd. hefur farið að fordæmi litla bróðurs í Vestmannaeyjum, ÍBV og komið á samstarfi við þjóðir í Suður Ameríku. Á næstu vikum munu fjórir argentískir leikmenn dvelja um skeið í herbúðum Lunch Utd. við æfingar og keppni. Ekki er vitað mikið um getu þeirra en þeir heita Gabriel Heinze, Carlos Téves, Juan Roman Riquelme og Javier Zanetti. Er þetta fyrst og fremst gert til að stækka æfingahópinn sem þykir frekar þunnskipaður um þessar mundir.
Þeir koma hingað á reynslu í næstu viku, við ætlum að skoða þá í mánuð og sjá hvað þeir geta. Síðan kemur í ljós hvort við semjum við einn, tvo, þrjá, fjóra, fimm, dimmalimm eða hvernig það verður," sagði Steingrímur Hermannsson í knattspyrnuráði Lunch Utd. við fréttavefinn í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2008 | 17:30
Sambabolti í hádeginu
Það er augljóst að jólasteikin situr mismikið í mönnum en þeir sem mest bættu á sig um jólin, halda sig enn til hlés. Þeir níu sem mættu í dag verða því enn ferskari á næstu vikum en liðin í dag skipuðu eftirfarandi:
Sigurliðið: Ingimar, Örn, Davíð, Júlli, Guðni.
Næstumþvísigurliðið: Jón Atli, Páll Marvin, Goggi, Sæþór.
Guðni lenti í því straffi að þurfa skipta um lið á miðri æfingu en við það skánaði leikur næstumþvísigurliðsins aðeins.
Þess má reyndar geta að í upphafi æfingarinnar var tekinn lítill upphitunarleikur þar sem þeir Jón Atli, Júlli og Örn fóru aðeins of illa með þá Gogga, Sæþór og Pál Marvin.
Annars var ánægjulegt hversu vel var tekið á því og ljóst að Lunch United mun búa að því í næsta Áramóti að ári liðnu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2008 | 20:24
Mikil spenna fyrir þriðjudeginum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.1.2008 | 11:13
Lunch á nýju hári
Svo ég grípi í myndatexta vikublaðsins Frétta. LANGFALLEGASTIR. Strákarnir í Lunch United tefldu fram vængbrotnu liði og reyndu að fá tvö mörk með því að klæðast kjólum.
Já ekki ljúga þau á Fréttum...vængbrotið lið, orð að sönnu og mér skilst að það hafi bersýnilega komið í ljós að liðið vantaði sárlega hafsent, varnartengilið, kantmann, leikstjórnanda og framherja. Annars hafi þetta litið þokkalega út. Eins og sjá má tóku þeir sig vel út í kjólunum en það vakti athygli hversu lengi Örn og Davíð voru í kjólunum. Þeir fengust bara ekki til að skipta um föt.
En jæja nóg um þetta, æfing á morgun, þriðjudag. Allir að mæta og já svo verða allir að blogga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2007 | 09:21
Slúðurpakki vikunnar
Heyrst hefur:
...að Sæþór ætli að mæta í vel þvegnum og nýstraujuðum Coca Cola bol sem hann fékk gefins í Krónunni. Ingimar kveðst nokkuð óhress með kappann.
...að Örn Hilmis hafi EKKI beðið um víti á þessari æfingu (óstaðfest)
...að Ingimar og Davíð ætli að mæta á réttum tíma milli jóla og nýárs (engar æfingar)
...að Gummi í Vöruval sem vinnur í íþróttamiðstöðinni sé hættur eftir að Örn sló hann í rassinn. Gummi tognaði og þurfti að hætta á síðustu æfingu.
...að Svenni þori ekki að mæta Blogga, goggvini sínum....nei ég meina Gogga bloggvini sínum á æfingum Lunch United.
...að slúðurpakki vikunnar sé alger vitleysa og ekki að marka eitt einasta orð af því sem hér er sagt.
...að Páll Marvin sé tæknitröll.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2007 | 09:15
Búið að slétta völlinn fyrir æfingu dagsins
Uss það klikkaði illilega að halda fréttaflutningi af Lunch United lifandi hér en úr því verður bætt. Á síðustu æfingu mættu eftirfarandi:
A-lið
Guðni, Goggi, Júlli, Örn, Davíð.
B-lið
Sæþór, Ingvar, Páll Marvin, Ingimar, Gummi.
A-liðið var ekki í vandræðum með andstæðinga sína, sigruðu þá með hraða sínum og einbeitningu. Nú er hins vegar fimmtudagur og því þéttur pakki framundan. Æfing hefst stundvíslega 12:10 (12:20 fyrir Ingimar og Davíð sem hafa ekki úthald í meira). Áhugasömum er bent á að mæta 11:45 og byrja með léttri upphitun sem Snorri Rútsson mun sjá um. Þá hefur vefurinn heimildir fyrir því að búið sé að slétta völlinn í gamla salnum þannig að aðstæður verði allar hinar bestu...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2007 | 15:15
Toppmæting á fimmtudegi
Já það var svo sannarlega líf og fjör í gamla salnum í dag enda aldrei verið leikin jafn áhrifaríkur og áferðafallegur fótbolti. Enda mættu einungis gæðingar Lunch United, skussarnir héldu sig heima eða þaðan af verra og fá skömm í hattinn.
Leikið var í 1/3 salarins þar sem menn vildu ekki gefa Davíð færi á 30 metra sprettunum sínum, heldur halda þessu í netta spilinu sem Lunch er svo þekk fyrir.
Þessir mættu: Ingimar, Davíð, Örn, Júlli og einn nýliði, Gummi sem var einu sinni í Vöruval. Nýliðinn þótti sína lipra takta. Þá var fenginn að láni sjötti leikmaðurinn, sonur Fúsa í Foto og fór hann iðulega illa með andstæðinga sína sem njóta nafnleyndar fyrst um sinn.
Í skammarkróknum: Sæþór Vídó, (gleymdi að stilla vekjaraklukkuna), Sigursveinn Þórðarson, Bjarki Guðnason, Ingvar Atli (líkleg meiddur)
Sjúkralistinn: Guðni Sig. (mætir næst), Goggi (er að jafna sig í rassinum eftir þrumuskotið frá Ingimari síðast), Halli, Sverrir Unnars (líklega hættur...hætti á toppnum).
Fjarvistir: Páll Marvin, Valur Boga (í Reykjavík), Jón Atli (sjóari), Geir Reynis (Í fæðingarorlofi ???)
En nú ríður á að allir hysji upp um sig sokkana, reimi á sig skóna, bretta upp ermarnar, girði sig í brók, greiði í píku og mæti næsta þriðjudag...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)