Toppmæting á fimmtudegi

Já það var svo sannarlega líf og fjör í gamla salnum í dag enda aldrei verið leikin jafn áhrifaríkur og áferðafallegur fótbolti.  Enda mættu einungis gæðingar Lunch United, skussarnir héldu sig heima eða þaðan af verra og fá skömm í hattinn.

Leikið var í 1/3 salarins þar sem menn vildu ekki gefa Davíð færi á 30 metra sprettunum sínum, heldur halda þessu í netta spilinu sem Lunch er svo þekk fyrir.

Þessir mættu: Ingimar, Davíð, Örn, Júlli og einn nýliði, Gummi sem var einu sinni í Vöruval.  Nýliðinn þótti sína lipra takta.  Þá var fenginn að láni sjötti leikmaðurinn, sonur Fúsa í Foto og fór hann iðulega illa með andstæðinga sína sem njóta nafnleyndar fyrst um sinn.

Í skammarkróknum: Sæþór Vídó, (gleymdi að stilla vekjaraklukkuna), Sigursveinn Þórðarson, Bjarki Guðnason, Ingvar Atli (líkleg meiddur)
Sjúkralistinn: Guðni Sig. (mætir næst), Goggi (er að jafna sig í rassinum eftir þrumuskotið frá Ingimari síðast), Halli, Sverrir Unnars (líklega hættur...hætti á toppnum).
Fjarvistir: Páll Marvin, Valur Boga (í Reykjavík), Jón Atli (sjóari), Geir Reynis (Í fæðingarorlofi ???)

En nú ríður á að allir hysji upp um sig sokkana, reimi á sig skóna, bretta upp ermarnar, girði sig í brók, greiði í píku og mæti næsta þriðjudag...


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband