Örn Nasri að komast í sitt gamla form !

Allt komið á fullt hjá snillingunum í Lunch United. Þó eru veikburða ræflar enn á meiðslalistanum en líklega dugir ein magnil á þá flesta ef þeir hafa einhverja trú á sjálfum sér. Sæþór Vídó orðinn stórhættulegur og sömu sögu að segja af Jarlinum af Gvendarhúsi sem vex með hverjum leik. Dabbi Kóngur fer enn í loftköstum um völlinn og dálítið sérstakt að varnarmenn þurfi að horfa uppí loftið til að vita hvar þeir hafa Davíð. Ingimarsson 5 duglegir að mæta með sitt lið að venju og eru þá reglurnar allverulega á reiki og er það eitthvað sem þarf að ræða á næsta þingi Lunch United. Guðni grófi stendur alltaf fyrir sínu og Hallgrímur og Jón Atli eru á hraðri uppleið, en þó er einn maður sem af öllum öðrum ber og hrein unun að fylgjast með, en það er enginn annar en Örn Nasri sem fer algjörum hamförum um völlinn svo andstæðingarnir eiga sér ekki viðreisnarvon ! Spurning hvort þetta sé ekki verðugt verkefni fyrir þá Pál og Ingvar að leggja fyrir Þekkingarsetrið á meðan þeir eru enn heilir.

Úlfljótsvatn 2006 102


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband