"Nonninn": Ef Ferguson kæmi að horfa á mig þá vill hann kannski fá mig

Jón Atli Gunnarsson leikmaður Lunch Utd. segir að ef Sir Alex Ferguson stjóri Manchester United myndi koma og horfa á sig spila þá myndi hann eflaust vilja fá hann til liðsins.

Real Madrid, Milan, Chelsea og Juventus eru öll talin vilja fá "Nonnann" í sínar raðir.

,,Milan, Bacelona, Juventus og Chelsea, meira að segja Real Madrid líka," sagði Jón Atli.

,,Manchester United? Spyrjið Ferguson, af hverju kemur hann ekki að horfa á Lunch United og þá vill hann kannski fá mig."

Talið er að Avram Grant vilji fá Jón Atla til að leysa Didier Drogba af hólmi en hann vill fara frá félaginu. ,,Hann hlýtur að vilja mig útaf hárinu."

,,Þegar ég var hjá ÍBV voru allir að segja mér að við værum líkir á vellinum,"
sagði Jón Atli.

Notast er við grein sem birtist á www.fotbolti.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband